Lífið

Ein mesta landkynning sögunnar

"Þetta er rosaleg landkynning, líklega ein sú mesta sem hefur verið," segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða. Tilefnið er fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af Amazing Race raunveruleikaþættinum, sem tekinn var upp á Íslandi í sumar, og sýndur var í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld. "Það eru alltaf einhverjar landkynningar í gangi og maður kippir sér ekki upp við það en þetta er það mesta sem ég hef séð," segir Steinn Logi sem líkir þessu helst við leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov á sínum tíma og telur þetta meira virði en þegar Good Morning America var sendur út héðan. Fyrsti þátturinn var tvöfalt lengri en venjulega, tveir tímar í stað eins og allur tileinkaður Íslandi. Í honum hófst kapphlaup sem teygir sig víða um heim þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Þættirnir voru teknir upp þegar veðurblíðan var hvað mest og því mátti meðal annars sjá fólk í stuttermabolum uppi á jökli í þættinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.