Innlent

Vetrarfrí á Ólafsfirði

Grunnskólakennarar á Ólafsfirði ætla að taka vetrarfrí. Þeim var boðin yfirvinnugreiðsla í fríinu en vilja halda fyrri áætlunum. Þeir eru ósáttir við lagasetningu á verkfall þeirra. Fríið hefst í dag og skólinn aftur á þriðjudag. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri segir fríinu verða haldið til streitu þrátt að hafi semist. Búið sé að tilkynna fríið og fólk hafi gert sínar áætlanir. Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir afstöðu kennara fyllilega virta og engin tilraun verði gerð til að breyta henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×