Lok kennaradeilu 18. nóvember 2004 00:01 Margir hafa vafalaust varpað öndinni léttar síðdegis í gær þegar ljóst var að samningar höfðu náðist í langvinnri kennaradeilu. Þetta er ein harðvítugasta kjaradeila sem um getur á síðari árum hér á landi og þarf að leita langt aftur í tímann til að finna lengri og harðvítugri deilu. Kennarar fá væntanlega kjarabætur í þessum samningum, og það er ljóst að ekki þýðir að leggja fyrir þá nýjan samning nema þeir gefi þeim eitthvað meira í aðra hönd en miðlunartillaga sáttasemjara gerði ráð fyrir. Þótt nú hafi tekist samningar í deilunni er ekki þar með sagt að áhrif hennar tilheyri sögunni. Öðru nær. Áhrifin á börnin, foreldra, kennara og þjóðfélagið allt eiga eftir að segja til sín lengi. Hætt er við að los hafi komið á einhverja nemendur í þessari nærri tveggja mánaða deilu og eiga fjölskyldur margra grunnskólabarna því ærið verk fyrir höndum við að koma skólagöngu og heimilishaldi aftur í fastan farveg. Þá er hætt við að kennarastéttin verði lengi að ná sér eftir hana, bæði fjárhagslega, og eins varðandi samstöðu stéttarinnar. Hætt er við að brestir hafi komið víða í kennaralið í einstökum skólum þegar sumir mættu í vinnu í byrjun vikunnar en aðrir ekki . Sveitarfélögin hafa nú líklega tekið á sig meiri byrðar en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi samninga. Þau verða þá að mæta því með því að nýta útsvarsprósentuna til fulls, eða draga úr kostnaði við rekstur eða framkvæmdir. Eftir að forystusveit kennara varð ljóst að deilan yrði sett í gerðardóm með samþykkt laga frá Alþingi á laugardag, og kennarar voru búnir að jafna sig á lagasetningunni, hafa menn sest niður til að ákveða framhaldið. Í lögunum eru ákvæði um þensluáhrif samninganna, og þegar menn hafa farið að lesa á milli línanna í lagatextanum hafa þeir séð að betra var að semja en að láta gerðardóm ákveða kjörin. Þetta kom líka greinilega fram í viðtölum eftir undirritun. Þótt bein kauphækkun sé litlu meiri en í miðlunartillögu sáttasemjara, sem kennarar felldu með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, er hætt við að einhverra þensluáhrifa geti gætt vegna þessara nýju samninga. Í almennu kjarasamningunum eru uppsagnarákvæði og svoköllluð rauð strik næsta haust og haustið 2006 sem gæti reynt á þegar þar að kemur. Í lok þessara deilu hljóta menn að spyrja sig hvort ekki hafi verið að hægt að semja fyrr á þeim nótum sem nú hefur verið samið. Enn og aftur skal á það minnt að samningar voru lausir í vor, og lítið sem ekkert gerðist í allt sumar í samningamálum kennara. Það er gott að vera vitur eftir á, en nærri tveggja mánaða verkfall kennara í upphafi skólaárs á 21. öldinni er nokkuð sem er algjörlega óviðunandi . Menn verða að taka höndum saman nú eftir lausn deilunnar og búa svo um hnútana að þetta endurtaki sig ekki. Grunnskólabörn á Íslandi eiga allt annað skilið en að lenda í svona hremmingum aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Margir hafa vafalaust varpað öndinni léttar síðdegis í gær þegar ljóst var að samningar höfðu náðist í langvinnri kennaradeilu. Þetta er ein harðvítugasta kjaradeila sem um getur á síðari árum hér á landi og þarf að leita langt aftur í tímann til að finna lengri og harðvítugri deilu. Kennarar fá væntanlega kjarabætur í þessum samningum, og það er ljóst að ekki þýðir að leggja fyrir þá nýjan samning nema þeir gefi þeim eitthvað meira í aðra hönd en miðlunartillaga sáttasemjara gerði ráð fyrir. Þótt nú hafi tekist samningar í deilunni er ekki þar með sagt að áhrif hennar tilheyri sögunni. Öðru nær. Áhrifin á börnin, foreldra, kennara og þjóðfélagið allt eiga eftir að segja til sín lengi. Hætt er við að los hafi komið á einhverja nemendur í þessari nærri tveggja mánaða deilu og eiga fjölskyldur margra grunnskólabarna því ærið verk fyrir höndum við að koma skólagöngu og heimilishaldi aftur í fastan farveg. Þá er hætt við að kennarastéttin verði lengi að ná sér eftir hana, bæði fjárhagslega, og eins varðandi samstöðu stéttarinnar. Hætt er við að brestir hafi komið víða í kennaralið í einstökum skólum þegar sumir mættu í vinnu í byrjun vikunnar en aðrir ekki . Sveitarfélögin hafa nú líklega tekið á sig meiri byrðar en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi samninga. Þau verða þá að mæta því með því að nýta útsvarsprósentuna til fulls, eða draga úr kostnaði við rekstur eða framkvæmdir. Eftir að forystusveit kennara varð ljóst að deilan yrði sett í gerðardóm með samþykkt laga frá Alþingi á laugardag, og kennarar voru búnir að jafna sig á lagasetningunni, hafa menn sest niður til að ákveða framhaldið. Í lögunum eru ákvæði um þensluáhrif samninganna, og þegar menn hafa farið að lesa á milli línanna í lagatextanum hafa þeir séð að betra var að semja en að láta gerðardóm ákveða kjörin. Þetta kom líka greinilega fram í viðtölum eftir undirritun. Þótt bein kauphækkun sé litlu meiri en í miðlunartillögu sáttasemjara, sem kennarar felldu með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, er hætt við að einhverra þensluáhrifa geti gætt vegna þessara nýju samninga. Í almennu kjarasamningunum eru uppsagnarákvæði og svoköllluð rauð strik næsta haust og haustið 2006 sem gæti reynt á þegar þar að kemur. Í lok þessara deilu hljóta menn að spyrja sig hvort ekki hafi verið að hægt að semja fyrr á þeim nótum sem nú hefur verið samið. Enn og aftur skal á það minnt að samningar voru lausir í vor, og lítið sem ekkert gerðist í allt sumar í samningamálum kennara. Það er gott að vera vitur eftir á, en nærri tveggja mánaða verkfall kennara í upphafi skólaárs á 21. öldinni er nokkuð sem er algjörlega óviðunandi . Menn verða að taka höndum saman nú eftir lausn deilunnar og búa svo um hnútana að þetta endurtaki sig ekki. Grunnskólabörn á Íslandi eiga allt annað skilið en að lenda í svona hremmingum aftur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun