Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar 10. apríl 2025 07:00 Ég las nýlega viðtal á Vísi við rapparann Kilo (Garðar Eyfjörð) þar sem hann talaði um spilafíkn og ábyrgð áhrifavalda.Frásögn Kilo sló mig svakalega. Nú hef ég verið sjálf edrú frá áfengi og fíkniefnum í nokkur ár. Ég veit hvað það er að vera fíkill. Og það stuðar mig að sjá hvað fullorðnir einstaklingar, áhrifavaldar og tónlistarmenn, og sömuleiðis venjulegar mæður og feður úti í bæ eru að birta á samfélagsmiðlum. Erum við ekki fyrirmyndir barnanna okkar? Eigum við ekki að standa upp og segja eitthvað? Er ekki löngu kominn tími til þess að fara vekja athygli á fullorðnum einstaklingum á TikTok sem er búnir að sannfæra fatlað fólk, eða fólk með hinar og þessar þroskahamlanir, um að vera með sér í „liði“ og rakka aðra niður? Nú er ég á hálum ís. Ég hef nefnilega sjálf orðið fyrir barðinu á þessu „fullorðna“ fólki. Ég hef séð mæður, og jafnvel feður, inni á þessum miðli, TikTok, þar sem þau viðhafa vægast sagt ógeðslegt orðbragð - fyrir framan börnin sín. Svo er fólk að pæla í því út frá hverju einelti sprettur og hvaðan börn eru pikka upp ljóta orðanotkun og hegðun? Ég get með sanni sagt að þetta kemur beint af „live feed“ umræðum á TikTok. Þessir fullorðnu einstaklingar ganga langt í því að brjóta aðra niður andlega, og þá sérstaklega einn tiltekinn hópur. Um daginn tjáði ég mig „live“ inni á TikTok – um umræður sem höfðu átt sér þar stað daginn áður, þar það var beinlínis verið að ræða um mig. Ég hefði betur mátt sleppa því. Frá upphafi var aðeins eitt sem vakti fyrir mér: að vera til staðar fyrir þolendur. Ég vissi að ég kæmi ekki til með að fara að eignast vini. Ég sá myndskeið frá fólki sem talaði niður til þolenda á viðurstyggilegan hátt. Ég vildi vera til staðar. Fyrir það var ég, og er enn, kölluð ógeðslegum nöfnum Ég vil taka upp hanskann fyrir jaðarsetta og viðkvæma hópa í samfélaginu, einstaklinga sem glíma við fatlanir eða raskanir af hverskyns tagi. Einstaklinga sem eiga auðvelt með að sogast þarna inn af því að þeir þrá ekkert heitar en að „fitta“ inn. Þeir lenda síðan í því að þeirra miðlar eru ítrekað notaðir sem vettvangur eineltis. Ég, fullorðin manneskja, varð fyrir þessu. Hvað ætli aðrir þarna úti hafi orðið fyrir þessu líka? Ég veit um hræðileg dæmi þar sem einstaklingar hafa reynt að svipta sig lífi út af þessu. Er þetta í alvörunni það sem mæður og feður vilja fyrir börnin sín: að horfa á þessi live feed á TikTok? Ég myndi ráðleggja hverju einasta foreldri að kanna samfélagsmiðlanotkun hjá barninu sínu, sjá hverjum barnið er að fylgja og hvort barnið sé að taka þátt í live feed-um, eða hlusta á live feed hjá fullorðnu fólki. Það er alveg kominn tími til þess að segja frá þessu og skila skömminni heim. Svo erum við hissa að samfélagið lagist ekki. Einelti verður sífellt meira og grófara og ofbeldishegðun á meðal barna verður sífellt algengari. Stórbrotin drykkja á leikjum, fjárhættuspil gerð „eðlileg“, er þetta fyrirmyndarlegt? Um daginn fór ég ásamt 15 ára gamalli dóttur minni til Manchester þar sem við fórum á fótboltaleik, en dóttir mín hefur æft fótbolta í tæp níu ár. Dóttur minni blöskraði að sjá hversu mikil drykkja og fyllerí var á meðal áhorfenda á leiknum og hafði orð á því við mig hvað þetta tvennt passaði engan veginn saman. Ég geri mér grein fyrir því að áfengisneysla og þessi „bjórmenning“ hefur alltaf fylgt fótboltaleikjum. En af hverju þarf það að vera þannig? Erum við ekki fyrst og fremst að fara á leiki til að styðja við liðið okkar, hvetja okkar menn eða konur? Er ekki hægt að bíða með bjórsötrið þar til eftir leikinn, fara þá eitthvert og fagna með vinunum- án barnanna? Ég veit að ég er ekki ein um þessa skoðun. Í hlaðvarpinu mínu Þetta er alvaran tók ég viðtal við geðhjúkrunarfræðing, sem hafði það á orði að þetta tvennt, áfengi og íþróttaáhorf, væri fáránleg samsetning. Það er staðreynd að áfengi er skaðlegasta vímuefnið. Hvaða skilaboð viljum við senda börnunum okkar? Að þetta sé bara allt í lagi? Að þú getir ekki „fittað“ inn án þess að drekka, neyta efna eða spila fjárhættuspil? Ég er hjartanlega sammála rapparanum Kilo. Eins og hann réttilega bendir á þá eru áhrifavaldar búnir að „normalísera“ fjárhættuspil og gera þau „kúl“ á meðal ungs fólks. Það er skelfilegt. Rapparar og áhrifavaldar sem eru edrú í dag eru að „hæpa“ þetta upp. Þetta er í rauninni stórhættulegt. Ég vil benda fólki að það eru til úrræði. Inni á Vogi er boðið upp á GA (Gamblers Anonymous) fundi. Þar er hægt að sækja styrk, hvatningu og fá áheyrn. Hvenær á að fara tala upphátt fyrir börnin okkar en ekki bara geyma allt inní skáp láta eins og ekkert sé að gerast eða þetta geti ekki verið „þitt“ barn? Viljum við að þau haldi að þau sé ekki kúl, eða að þau geti ekki náð sér í fylgjendur ef þau eru ekki partur af eineltismenningunni á TikTok? Ég er sjálf búin að láta mín börn vita að það eru ákveðnir aðgangar sem þau ættu ekki að fylgja, og helst loka á þá. Ég nefni þá ekki hér en ég mun með glöðu geði segja hverjum sem er sem spyr mig. Ég þykist vita að þessi grein á eftir að vera tekin fyrir af þessum tiltekna hópi á TikTok. Ég hef verið sökuð um viðbjóðslega hluti þarna inni, ærumeiðingar sem eru svo alvarlegar að ég endaði á því að leita til lögmanns, sem er með málið á sínu borði í dag. Ég fór í djúpa naflaskoðun og hætti algjörlega að fara inn á TikTok, nema þá rétt til að „skrolla.“ Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að vera þessi gerð af fyrirmynd fyrir börnin mín. Áður en ég skrifaði þessa grein fór ég aðeins á stúfana og skoðaði „live“ hjá erlendum einstaklingum á TikTok. Þar var allt annað uppi á tengingum en það sem ég hef séð hérna heima. Það var áberandi hvað umræðurnar voru upplífgandi og jákvæðar; fólk var að hrósa öðrum, tala fallega við hvort annað. Engin neikvæðni, niðurrif eða baktal. Elsku foreldrar. Börnunum ykkar er ekki lengur óhætt jafnvel þó að þau séu alein inni í herberginu sínu. Og ef þið hafið ekki horft á þættina Adolescence þarna var um „venjulegan“ unglingstrák sem hvarf í tölvuheiminn, varð fyrir einelti og sagði aldrei neitt. Sat með það hjá sér. Endaði á einhverju sem hann gat aldrei tekið til baka, vilt þú að þetta sé þitt barn? Því hvort sem þetta er brotið heimili eða bara ósköp venjulegt heimili þá getur þetta alveg leynst inni á þínu heimili. Linkur meðfylgjandi er frá Landlækni : Hér fer landlæknir yfir þessa þætti. Verið vakandi fyrir því hvað börnin ykkar og unglingarnir ykkar eru að gera inni á samfélagsmiðlum. Undanfarin ár höfum við misst frá okkur allt of mörg ungmenni í blóma lífsins. Sum hafa látið lífið í kjölfar ofbeldis, önnur vegna vímuefnaneyslu. Svo ekki sé minnst á þau sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Hvenær eigum við að segja stopp? Höfundur er móðir og nemi í afbrotafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fjárhættuspil Fíkn Skóla- og menntamál Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég las nýlega viðtal á Vísi við rapparann Kilo (Garðar Eyfjörð) þar sem hann talaði um spilafíkn og ábyrgð áhrifavalda.Frásögn Kilo sló mig svakalega. Nú hef ég verið sjálf edrú frá áfengi og fíkniefnum í nokkur ár. Ég veit hvað það er að vera fíkill. Og það stuðar mig að sjá hvað fullorðnir einstaklingar, áhrifavaldar og tónlistarmenn, og sömuleiðis venjulegar mæður og feður úti í bæ eru að birta á samfélagsmiðlum. Erum við ekki fyrirmyndir barnanna okkar? Eigum við ekki að standa upp og segja eitthvað? Er ekki löngu kominn tími til þess að fara vekja athygli á fullorðnum einstaklingum á TikTok sem er búnir að sannfæra fatlað fólk, eða fólk með hinar og þessar þroskahamlanir, um að vera með sér í „liði“ og rakka aðra niður? Nú er ég á hálum ís. Ég hef nefnilega sjálf orðið fyrir barðinu á þessu „fullorðna“ fólki. Ég hef séð mæður, og jafnvel feður, inni á þessum miðli, TikTok, þar sem þau viðhafa vægast sagt ógeðslegt orðbragð - fyrir framan börnin sín. Svo er fólk að pæla í því út frá hverju einelti sprettur og hvaðan börn eru pikka upp ljóta orðanotkun og hegðun? Ég get með sanni sagt að þetta kemur beint af „live feed“ umræðum á TikTok. Þessir fullorðnu einstaklingar ganga langt í því að brjóta aðra niður andlega, og þá sérstaklega einn tiltekinn hópur. Um daginn tjáði ég mig „live“ inni á TikTok – um umræður sem höfðu átt sér þar stað daginn áður, þar það var beinlínis verið að ræða um mig. Ég hefði betur mátt sleppa því. Frá upphafi var aðeins eitt sem vakti fyrir mér: að vera til staðar fyrir þolendur. Ég vissi að ég kæmi ekki til með að fara að eignast vini. Ég sá myndskeið frá fólki sem talaði niður til þolenda á viðurstyggilegan hátt. Ég vildi vera til staðar. Fyrir það var ég, og er enn, kölluð ógeðslegum nöfnum Ég vil taka upp hanskann fyrir jaðarsetta og viðkvæma hópa í samfélaginu, einstaklinga sem glíma við fatlanir eða raskanir af hverskyns tagi. Einstaklinga sem eiga auðvelt með að sogast þarna inn af því að þeir þrá ekkert heitar en að „fitta“ inn. Þeir lenda síðan í því að þeirra miðlar eru ítrekað notaðir sem vettvangur eineltis. Ég, fullorðin manneskja, varð fyrir þessu. Hvað ætli aðrir þarna úti hafi orðið fyrir þessu líka? Ég veit um hræðileg dæmi þar sem einstaklingar hafa reynt að svipta sig lífi út af þessu. Er þetta í alvörunni það sem mæður og feður vilja fyrir börnin sín: að horfa á þessi live feed á TikTok? Ég myndi ráðleggja hverju einasta foreldri að kanna samfélagsmiðlanotkun hjá barninu sínu, sjá hverjum barnið er að fylgja og hvort barnið sé að taka þátt í live feed-um, eða hlusta á live feed hjá fullorðnu fólki. Það er alveg kominn tími til þess að segja frá þessu og skila skömminni heim. Svo erum við hissa að samfélagið lagist ekki. Einelti verður sífellt meira og grófara og ofbeldishegðun á meðal barna verður sífellt algengari. Stórbrotin drykkja á leikjum, fjárhættuspil gerð „eðlileg“, er þetta fyrirmyndarlegt? Um daginn fór ég ásamt 15 ára gamalli dóttur minni til Manchester þar sem við fórum á fótboltaleik, en dóttir mín hefur æft fótbolta í tæp níu ár. Dóttur minni blöskraði að sjá hversu mikil drykkja og fyllerí var á meðal áhorfenda á leiknum og hafði orð á því við mig hvað þetta tvennt passaði engan veginn saman. Ég geri mér grein fyrir því að áfengisneysla og þessi „bjórmenning“ hefur alltaf fylgt fótboltaleikjum. En af hverju þarf það að vera þannig? Erum við ekki fyrst og fremst að fara á leiki til að styðja við liðið okkar, hvetja okkar menn eða konur? Er ekki hægt að bíða með bjórsötrið þar til eftir leikinn, fara þá eitthvert og fagna með vinunum- án barnanna? Ég veit að ég er ekki ein um þessa skoðun. Í hlaðvarpinu mínu Þetta er alvaran tók ég viðtal við geðhjúkrunarfræðing, sem hafði það á orði að þetta tvennt, áfengi og íþróttaáhorf, væri fáránleg samsetning. Það er staðreynd að áfengi er skaðlegasta vímuefnið. Hvaða skilaboð viljum við senda börnunum okkar? Að þetta sé bara allt í lagi? Að þú getir ekki „fittað“ inn án þess að drekka, neyta efna eða spila fjárhættuspil? Ég er hjartanlega sammála rapparanum Kilo. Eins og hann réttilega bendir á þá eru áhrifavaldar búnir að „normalísera“ fjárhættuspil og gera þau „kúl“ á meðal ungs fólks. Það er skelfilegt. Rapparar og áhrifavaldar sem eru edrú í dag eru að „hæpa“ þetta upp. Þetta er í rauninni stórhættulegt. Ég vil benda fólki að það eru til úrræði. Inni á Vogi er boðið upp á GA (Gamblers Anonymous) fundi. Þar er hægt að sækja styrk, hvatningu og fá áheyrn. Hvenær á að fara tala upphátt fyrir börnin okkar en ekki bara geyma allt inní skáp láta eins og ekkert sé að gerast eða þetta geti ekki verið „þitt“ barn? Viljum við að þau haldi að þau sé ekki kúl, eða að þau geti ekki náð sér í fylgjendur ef þau eru ekki partur af eineltismenningunni á TikTok? Ég er sjálf búin að láta mín börn vita að það eru ákveðnir aðgangar sem þau ættu ekki að fylgja, og helst loka á þá. Ég nefni þá ekki hér en ég mun með glöðu geði segja hverjum sem er sem spyr mig. Ég þykist vita að þessi grein á eftir að vera tekin fyrir af þessum tiltekna hópi á TikTok. Ég hef verið sökuð um viðbjóðslega hluti þarna inni, ærumeiðingar sem eru svo alvarlegar að ég endaði á því að leita til lögmanns, sem er með málið á sínu borði í dag. Ég fór í djúpa naflaskoðun og hætti algjörlega að fara inn á TikTok, nema þá rétt til að „skrolla.“ Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að vera þessi gerð af fyrirmynd fyrir börnin mín. Áður en ég skrifaði þessa grein fór ég aðeins á stúfana og skoðaði „live“ hjá erlendum einstaklingum á TikTok. Þar var allt annað uppi á tengingum en það sem ég hef séð hérna heima. Það var áberandi hvað umræðurnar voru upplífgandi og jákvæðar; fólk var að hrósa öðrum, tala fallega við hvort annað. Engin neikvæðni, niðurrif eða baktal. Elsku foreldrar. Börnunum ykkar er ekki lengur óhætt jafnvel þó að þau séu alein inni í herberginu sínu. Og ef þið hafið ekki horft á þættina Adolescence þarna var um „venjulegan“ unglingstrák sem hvarf í tölvuheiminn, varð fyrir einelti og sagði aldrei neitt. Sat með það hjá sér. Endaði á einhverju sem hann gat aldrei tekið til baka, vilt þú að þetta sé þitt barn? Því hvort sem þetta er brotið heimili eða bara ósköp venjulegt heimili þá getur þetta alveg leynst inni á þínu heimili. Linkur meðfylgjandi er frá Landlækni : Hér fer landlæknir yfir þessa þætti. Verið vakandi fyrir því hvað börnin ykkar og unglingarnir ykkar eru að gera inni á samfélagsmiðlum. Undanfarin ár höfum við misst frá okkur allt of mörg ungmenni í blóma lífsins. Sum hafa látið lífið í kjölfar ofbeldis, önnur vegna vímuefnaneyslu. Svo ekki sé minnst á þau sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Hvenær eigum við að segja stopp? Höfundur er móðir og nemi í afbrotafræði
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar