Bjart yfir efnahagslífi Norðurland 18. nóvember 2004 00:01 Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira