Innlent

Norðurlandaráð lagt niður?

Finnski þingmaðurinn Tarja Cronberg lagði til á finnska þinginu í gær að Norðurlandaráð verði lagt niður en um þessar mundir er hann formaður velferðarnefndar ráðsins. Annar þingmaður tók undir þetta og segir að stjórnsýsla ráðsins sé orðin allt of umfangsmikil. Þá hefur Jörgen Kosmo, forseti norska þingsins, sett fram hugmynd um stofnun þingmannasamstarfs í Norður-Evrópu, sem Kosmo telur að leysa ætti af hólmi Norðurlandaráð, Eystrasaltsráðið og þingmannasamstarfið á Barentssvæðinu. Íslendingar fara nú með formennsku í Norðurlandaráði undir forystu Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×