Viðskipti innlent

Hagnaður Flugleiða 3,3 milljarðar

Hagnaður Flugleiða og þrettán dótturfyrirtækja var um 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili árið 2003 var hagnaður fyrir skatta um 2,1 milljarður króna. Að teknu tilliti til skatta er hagnaður samstæðunnar 2,7 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins en var 1,7 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Betri afkoma er í flestum rekstrargreinum Flugleiða og aðeins einu sinni hefur verið betri afkoma af reglulegri starfsemi sl. tíu ár. Handbært fé hefur aldrei verið meira. Hvað farþegafjölda varðar fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 18% frá fyrra ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×