Innlent

Samvinna um stóriðju

Þetta segir Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Félagið mótmælir orðum Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, um að stóriðja skuli rísa á Húsavík eingöngu á þeim forsendum að orkan sé í Þingeyjarsýslu. Vörður bendir á virkjunarsvæði Landsvirkjunar í Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en orka er flutt þaðan í Hvalfjörð og til Straumsvíkur. Þingeyingar þurfa að átta sig á að það séu ekki þeir, né Eyfirðingar sem ákveði hvar næstu stórframkvæmdir fari fram, heldur sé það verkefni fjárfestanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×