Innlent

Ár fyrir að stela bát

Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl stolið 18 feta Sea Rover rörabáti og Suzuki-utanborðsmótor að verðmæti samtals um 3.770.000 krónur. Ákærði neitaði sök, þrátt fyrir að hafa játað við skýrslutöku að hafa stolið umræddum bát. Sakborningur sagðist hafa játað hjá lögreglu vegna þess að hann hefði óttast að þurfa að hefja afplánun á refsidómi frá því í mars, þegar hann var dæmdur í átta mánaða fangelsi. Vátryggingafélag Íslands krafðist skaðabóta vegna málsins, en dómurinn telur kröfuna óljósa og vandreifaða með öllu og var henni því vísað frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×