Erlent

Deilt um skuldir Íraka

Ríkustu þjóðum heims gengur erfiðlega að ná samkomulagi um hvort og hversu mikið af skuldum Íraka þær felli niður. Erlendar skuldir Íraka eru um 122 milljarðar króna og hafa þeir beðið um niðurfellingu á þeim þar sem byrðin sé að sliga landið og hindra eðlilega uppbyggingu. Bandaríkjamenn hafa einnig þrýst á um niðurfellingu. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, segir hins vegar að Írak sé auðugt af olíu og því sé óþarfi að rasa að því að fella niður skuldir landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×