Nýtt varðskip ekki á fjárlögum 20. nóvember 2004 00:01 Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira