Viðskipti innlent

Vextirnir niður í 4,15%

Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag niður í 4,15% og eru vextirnir því komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða. Hallur Magnússon, hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá þessu í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Þá verður hámarks lánsupphæð hækkuð úr 11,5 milljónum upp í 13 milljonir um áramót og jafnvel meira. Sjóðurinn lánar fólki óháð búsetu og fjárhag og innheimtir ekki uppgreiðslugjald ef fólk vill geiða upp lánin. Heldur ekki stimpilgjald eða lántökugjald ef fólk vill lengja eða stytta í lánunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×