Erlent

Auðvelda baráttu gegn hryðjuverkum

Bretar hafa áhyggjur af hryðjuverkum og hyggjast breyta lögum til að auðvelda baráttuna gegn þeim. Meðal hugmynda sem eru til umræðu eru að grípa til forvarna gegn fólki sem talið er að leggi á ráðin um hryðjuverk. Auk þessa er rætt um dómstóla án kviðdóms og að leyfa upptökur af hleruðum samtölum sem sönnunargögn. David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, hyggst þó ekki leggja þessar tillögur fram nema að Verkamannaflokkurinn tryggi sér þriðja kjörtímabilið í stjórn eftir kosningar á næsta ári. Síðar í dag verða hins vegar kynntar hugmyndir hans um persónuskilríki sem öllum verður skilt að bera, en allar þessar hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð mannréttindafrömuða og persónuverndara, sem segja ríkið sífellt taka á sig meiri svip stóra bróðurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×