Innlent

Ráðherra sakaður um feluleik

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra mælti í gær fyrir frumvörpum sem fela í sér heimildir til ríkisháskólanna til að hækka skrásetningargjöld úr 32.500 krónum í 45.000 eða um 40 prósent. Á hækkunin að skila 140 milljónum króna. Stjórnarandstæðingargerðu harða hríð að ráðherranum og sakaði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina um feluleik: „Þetta eru ekkert nema skólagjöld. Það væri miklu hreinlegra að viðurkenna það því þá yrðu gjöldin lánshæf sem þau eru ekki nú.“ Þorgerður Katrín vísaði þessum málflutningi á bug. Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu gagnrýndi framsóknarmenn sérstaklega sem hefðu lýst sig andsnúna skólagjöldum grunnnámi: „Fyrir einu til tveimur árum hélt þingmaður þeirra Dagný Jónsdóttir sömu ræðu og ég er að flytja nú, en nú þegir hún þunnu hljóði,“ sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×