Erlent

Smituðum konum fjölgar

Nýjar tölur sýna að nærri helmingur þeirra 37,2 milljóna fullorðinna sem sýktir eru af HIV-veirunni eru konur og hefur þeim fjölgað alls staðar í heiminum. Mest fjölgar konum sýktum af HIV í Austur-Evrópu og Austur- og Mið-Asíu. Á sumum þessum svæðum er hlutfall sýktra orðið hærra meðal kvenna en karla. Talsmaður UNAIDS, sameiginlegrar áætlunar Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi, segir að líffræðilega séu konur viðkvæmari fyrir sýkingu en karlmenn, en auk þess séu konur neyddar til kynmaka með ofbeldi eða vegna fjárhags. Fjöldi þeirra sem eru sýktir af HIV hefur aldrei verið meiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×