Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða 17. október 2005 23:41 Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Íbúum í nágrenninu var einnig ráðlagt að loka gluggum og kynda íbúðir sínar til að reykur bærist síður inn. Fólkið sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar var flutt í Langholtsskóla, en lögregla bað um 15 strætisvagna til að annast flutninginn. Kolsvartan og þykkan reykinn lagði yfir miðbæ Reykjavíkur og höfuðstöðvar Olís sem standa sunnan við vinnslusvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að meðal þess sem brynni væri dekkjalager, vöruskemma og önnur spilliefni og því ljóst að reykurinn væri mjög eitraður. Á ellefta tímanum í gærkvöldi vann slökkviliðið að því að einangra dekkjahrúguna og fjarlægja annan eldsmat af svæðinu sem var mjög mikill að sögn varðstjóra. Á svæðinu voru gaskútar en frá þeim var ekki talin mikil sprengihætta. Þó kváðu við sprenginar úr eldhafinu. Slökkviliðið naut aðstoðar ljósvakamiðla við að vara íbúa eitruðum reyknum við auk þess sem send voru út skilaboð til fólks í gegnum Boða-skilaboðakerfi Símans. Slökkviliðið notaði sérstaka froðu fyrir olíubruna til að berjast við eldinn þar vatn dugar ekki á bráðin olíuefnin úr gúmmídekkjunum. Þá voru eldsupptök ekki ljós. Viðmælendur blaðsins mundu eftir því að eldur hefði kviknað á sama stað upp úr 1990 og taldi einn að tekið hefði tvo daga að slökkva eldinn. Hringrás hefur unnið úr brotajárni og selt á erlendan markað í fimm áratugi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira