Ganga á Kilimanjaro 25. nóvember 2004 00:01 Hjá fyrirtækinu Skýrr ehf. vinna ekki aðeins tölvunarfræðingar og forritarar heldur leynast þar nokkrir göngugarpar inná milli. Þessir garpar hafa flestir hverjir gengið á hæstu tinda Íslands og stefna nú enn hærra - á Uhuru Peak sem er hæsti tindur Kilimanjaro í Tansaníu í Afríku. Garparnir samanstanda af átta manna hóp. Þeir eru búnir að ganga frá ferðinni og leggja af stað 18. mars á næsta ári og munu klífa 5896 metra á sex dögum. "Það er oft sagt um Kilimanjaro að þetta sé eitt stærsta fjall sem hægt er að ganga á sem krefst ekki klifurs. Við þurfum sem sagt ekki að hafa neinn sérhæfðan búnað með okkur," segir Einar Ragnar Sigurðsson, en hann ásamt Helga Helgasyni hjá Skýrr hf. eru skipuleggjendur ferðarinnar. "Hitastigið á þessu svæði getur sveiflast frá mínus tuttugu gráðum og uppí plús tuttugu gráður. Þess vegna þurfum við bæði að hafa með okkur stuttbuxur og góðan kuldagalla. Skilyrði fyrir því að ganga á fjallið er að við notum innlenda burðarmenn. Þeir bera um það bil tíu til fimmtán kíló fyrir hvern og einn sem er innifalið í ferðinni. Við berum aðeins dagpoka í göngunni sem er skjólfatnaður, vatn og smá nesti; líkt og það sem maður þarf að hafa í fjallgöngu hér á landi," segir Helgi. Göngugarparnir munu dveljast í Afríku seinni hluta marsmánaðar. "Ferðalagið byrjar með safaríferð í Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu. Þar verður við í rúma viku. Síðan tekur gangan uppá Uhuru Peak sex daga. Við göngum Rongai leiðina en sú leið er ekki sú algengasta á fjallið. Algengasta leiðin er kölluð Coca-Cola-leiðin í hinum vestræna heimi og þar er afskaplega mikil traffík," segir Helgi en hugmyndin af þessari ferð kviknaði í fyrra. "Góður hluti af þessum átta manna hóp sem stefnir á Kilimanjaro gekk á Hvannadalshnjúk á síðasta ári. Þá gerðum við okkur grein fyrir að það voru ekkert nema hólar eftir á Íslandi og fannst Kilimanjaro verðugt verkefni og gerlegast því það er ekki mjög tæknilega krefjandi. Okkur Helga datt þetta í hug og eftir það varð þetta þráhyggja," segir Einar Ragnar. Fleiri göngugarpar eru innan Skýrr ehf. þó þeir gangi ekki allir á Kilimanjaro. "Við erum með ferðaklúbbinn FF, sem stendur fyrir frjálst fall, starfræktan. Ferðaklúbburinn stendur fyrir vikulegum ferðum alltaf á þriðjudögum sem eru mislangar og hafa mest verið skipulagðar af Gunnari Þór Gunnarssyni en Agnar Björnsson er formaður klúbbsins," segir Einar Ragnar og greinilegt er að Skýrrarar eru í góðu formi. Einar og Helgi fara reglulega í ræktina og langa göngutúra og segja hópinn allan í sæmilegu formi. "Þeir sem geta gengið á íslensk fjöll eiga að geta ráðið við Kilimanjaro. Til dæmis er farið tvö þúsund metra upp og niður á Hvannadalshnjúk á einum degi en það er talsvert meira en farið er flesta dagana í Kilimanjaro göngunni," segir Einar Ragnar og Helgi bætir við að mikilvægast sé að fara rólega. "Það verður erfiðara að ganga eftir því hærra sem maður kemst því þá minnkar súrefnið. Við erum ekki með neina súrefniskúta en mikilvægt er að passa sig á því að fara hægt svo maður fái ekki hæðarveiki. Mismunandi er hvernig hæðin fer í fólk en það er nauðsynlegt að hækka rólega til að venjast minna súrefni. Við erum með leiðsögumann sem hugsar um öryggið og manni er strax kippt niður ef maður ræður ekki við hæðina," segir Helgi. Að sjálfsögðu þarf að leita til læknis áður en haldið er í ferðina til að fá viðeigandi bólusetningar. Helgi og Einar Ragnar hlakka rosalega til ferðarinnar og er aðalpunkturinn að fara til Afríku. "Það er rosalega spennandi að sjá nýjan menningarheim," segir Einar Ragnar og greinilegt að þessi ferð verður heljarinnar lífsreynsla. Ferðalög Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hjá fyrirtækinu Skýrr ehf. vinna ekki aðeins tölvunarfræðingar og forritarar heldur leynast þar nokkrir göngugarpar inná milli. Þessir garpar hafa flestir hverjir gengið á hæstu tinda Íslands og stefna nú enn hærra - á Uhuru Peak sem er hæsti tindur Kilimanjaro í Tansaníu í Afríku. Garparnir samanstanda af átta manna hóp. Þeir eru búnir að ganga frá ferðinni og leggja af stað 18. mars á næsta ári og munu klífa 5896 metra á sex dögum. "Það er oft sagt um Kilimanjaro að þetta sé eitt stærsta fjall sem hægt er að ganga á sem krefst ekki klifurs. Við þurfum sem sagt ekki að hafa neinn sérhæfðan búnað með okkur," segir Einar Ragnar Sigurðsson, en hann ásamt Helga Helgasyni hjá Skýrr hf. eru skipuleggjendur ferðarinnar. "Hitastigið á þessu svæði getur sveiflast frá mínus tuttugu gráðum og uppí plús tuttugu gráður. Þess vegna þurfum við bæði að hafa með okkur stuttbuxur og góðan kuldagalla. Skilyrði fyrir því að ganga á fjallið er að við notum innlenda burðarmenn. Þeir bera um það bil tíu til fimmtán kíló fyrir hvern og einn sem er innifalið í ferðinni. Við berum aðeins dagpoka í göngunni sem er skjólfatnaður, vatn og smá nesti; líkt og það sem maður þarf að hafa í fjallgöngu hér á landi," segir Helgi. Göngugarparnir munu dveljast í Afríku seinni hluta marsmánaðar. "Ferðalagið byrjar með safaríferð í Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu. Þar verður við í rúma viku. Síðan tekur gangan uppá Uhuru Peak sex daga. Við göngum Rongai leiðina en sú leið er ekki sú algengasta á fjallið. Algengasta leiðin er kölluð Coca-Cola-leiðin í hinum vestræna heimi og þar er afskaplega mikil traffík," segir Helgi en hugmyndin af þessari ferð kviknaði í fyrra. "Góður hluti af þessum átta manna hóp sem stefnir á Kilimanjaro gekk á Hvannadalshnjúk á síðasta ári. Þá gerðum við okkur grein fyrir að það voru ekkert nema hólar eftir á Íslandi og fannst Kilimanjaro verðugt verkefni og gerlegast því það er ekki mjög tæknilega krefjandi. Okkur Helga datt þetta í hug og eftir það varð þetta þráhyggja," segir Einar Ragnar. Fleiri göngugarpar eru innan Skýrr ehf. þó þeir gangi ekki allir á Kilimanjaro. "Við erum með ferðaklúbbinn FF, sem stendur fyrir frjálst fall, starfræktan. Ferðaklúbburinn stendur fyrir vikulegum ferðum alltaf á þriðjudögum sem eru mislangar og hafa mest verið skipulagðar af Gunnari Þór Gunnarssyni en Agnar Björnsson er formaður klúbbsins," segir Einar Ragnar og greinilegt er að Skýrrarar eru í góðu formi. Einar og Helgi fara reglulega í ræktina og langa göngutúra og segja hópinn allan í sæmilegu formi. "Þeir sem geta gengið á íslensk fjöll eiga að geta ráðið við Kilimanjaro. Til dæmis er farið tvö þúsund metra upp og niður á Hvannadalshnjúk á einum degi en það er talsvert meira en farið er flesta dagana í Kilimanjaro göngunni," segir Einar Ragnar og Helgi bætir við að mikilvægast sé að fara rólega. "Það verður erfiðara að ganga eftir því hærra sem maður kemst því þá minnkar súrefnið. Við erum ekki með neina súrefniskúta en mikilvægt er að passa sig á því að fara hægt svo maður fái ekki hæðarveiki. Mismunandi er hvernig hæðin fer í fólk en það er nauðsynlegt að hækka rólega til að venjast minna súrefni. Við erum með leiðsögumann sem hugsar um öryggið og manni er strax kippt niður ef maður ræður ekki við hæðina," segir Helgi. Að sjálfsögðu þarf að leita til læknis áður en haldið er í ferðina til að fá viðeigandi bólusetningar. Helgi og Einar Ragnar hlakka rosalega til ferðarinnar og er aðalpunkturinn að fara til Afríku. "Það er rosalega spennandi að sjá nýjan menningarheim," segir Einar Ragnar og greinilegt að þessi ferð verður heljarinnar lífsreynsla.
Ferðalög Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira