Leiða Danir sannleikann í ljós? 25. nóvember 2004 00:01 Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun