Burðarás kaupir í Carnegie 25. nóvember 2004 00:01 Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira