Innlent

Reynt að rangtúlka skattalækkanir

"Það er búið að lækka skatta stórlega á fyrirtæki og það hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum því fyrirtækin efldust. Nú er komið að venjulegu vinnandi fólki," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í erindi á fundi með sjálfstæðismönnum á Grand Hotel í gærmorgun. Geir sagði að skattalækkanirnar væru stærsta þingmál kjörtímabilsins og hefðu ekki fengið verðskuldaða athygli heldur verið gert lítið úr því og reynt að rangtúlka það. Hann sakaði stjórnarandstæðinga um hringlandahátt í gagnrýni sinni. Allir munu hagnast á skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, að mati Geirs, sérstaklega einstæðir foreldrar, aldraðir og lágtekjufólk. Hann tók sem dæmi að í lok kjörtímabilsins myndi hagur hjóna með tvö börn undir sjö ára aldri og með um sex milljónir samanlagt í tekjur batna um því sem nemur 470 þúsund krónum á ári vegna skattalækkana og hækkunar barnabóta. Þá muni niðurfelling eignaskatts og hækkun skattleysismarka gagnast eldra fólki sérstaklega þar sem helmingur þeirra sem greiða eignaskatt er eldri en 60 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×