Bergsveinn aðstoðar Viggó 29. nóvember 2004 00:01 Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða