Innlent

Starfsemi Kísiliðjunnar hætt

Slökkt var á síðasta ofninum í Kísiliðjunni við Mývatn í dag. Síðasti starfsdagur um 50 manna starfsliðs verksmiðjunnar er á morgun. Það er búið að fylla síðasta pokann og senda síðasta gáminn frá Kísiliðjunni við Mývatn.  Fréttastofan greindi frá því í apríl síðastliðnum að þessi dagur nálgaðist. Þá var meðal annars greint frá því að samningar um sölu á afurðum hennar rynnu út um áramótin og ljóst væri að þeir yrðu ekki endurnýjaðir. Því væri leitað nýrra leiða en þær leiðir sem talað var um var stofnun kísilduftsverksmiðju sem er dýrari framleiðsla en kísilgúrinn. Hún skapar ekki jafn mörg störf en þó einhver. Nú virðist sá draumur úti. Hluti af andvirði Kísiliðjunnar í Mývatnssveit þegar hún var seld einkaaðilum var notaður til að kanna möguleika á nýsköpun í atvinnurekstri á svæðinu. Opnuð hafa verið jarðböð en útlitið er ekki gott með atvinnu á svæðinu. Þetta er mikið áfall fyrir Skútustaðahrepp enda jafngildir þetta hlutfallslega því að átján þúsund manns myndu missa vinnuna á einu bretti í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×