Engir landsleikir hér heima 30. nóvember 2004 00:01 Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Sjá meira