Innlent

Afstaða til stríðsins auglýst

Í gær hóf Þjóðarhreyfingin að safna fé til að birta yfirlýsingu í bandaríska blaðinu New York Times þar sem afstaða íslensku þjóðarinnar til innrásarinnar í Írak verður kynnt. Í yfirlýsingu frá hreyfingunni segir að allar skoðanakannanir hafi sýnt að yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar sé mótfallinn stuðningi íslenskra stjórnvalda í Írak. Auk þess hafi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra einir tekið ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak en hún hafi hvorki verið afgreidd formlega frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands. Þeir hafi því hvorki haft stuðning þjóðarinnar til að taka þessa ákvörðun né samþykki lýðræðislegra kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Ólafur Hannibalsson, einn aðila Þjóðarhreyfingarinnar, segir að auglýsingin kosti um þrjár milljónir króna. Verði afgangur af söfnunarfénu renni hann óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgurum í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×