Fjölga hermönnum um tólf þúsund
![](https://www.visir.is/i/853D5CAAB45A23237CD469C781E61B6F8F6C1E0263BB6C719AEAB5F2F9107561_713x0.jpg)
Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Hermönnum fjölgar að á þann hátt að þeir sem áttu að hafa lokið störfum sínum í Írak verða látnir þjóna lengur. Bush lagði í gær mikla áherslu á að kosningar færu fram 30. janúar en nokkrir flokkar Íraka hafa hvatt til þess að þeim verði frestað.