Umfjöllun fjölmiðla vitleysa 5. desember 2004 00:01 Stjórnarformaður KB banka segir að gagnrýnin umfjöllun danskra fjölmiðla, um innbyrðis tengsl íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja, byggi á sögusögnum og vitleysu. Umfjöllun danskra fjölmiðla um innrás íslenskra fjárfesta í danskt samfélag hefur verið gagnrýnin og hafa þeir varað við að mikil innbyrðis tengsl fjárfestanna og bankanna geti reynst hættuleg. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir þessa umfjöllun byggjast á mikilli vanþekkingu. Engin hætta sé á því að vandræði eins fyrirtækis sem sé í viðskiptum við KB banka hafi áhrif á bankann eða önnur viðskipti hans. Þetta byggi því á sögusögnum og, í rauninni, bara vitleysu. Dönsk blöð hafa haldið því fram að flókin innbyrðis eignatengsl, líkt og tilfellið sé með íslensku fyrirtækin og bankana, hafi verið bönnuð í Danmörku í 80 ár og séu víðast hvar bönnuð. Sigurður segir að þarna rugli menn saman hugtökum. Hann segir að íslensku fjárfestarnir, sem keyptu Magasin du Nord á dögunum, hafi keypt það af dönskum banka sem hafi átt það í fjöldamörg ár. Það hafi því ekki verið „meira bannað“ en það. Sigðurður bendir ennfremur á í þessu samhengi að AP Möller, stærsta fyrirtæki Danmerkur, sé aðaleigandi í Den danske bank. Danskir fjölmiðlar hafa kallað þessi tengsl köngulóarvef og það sama gerði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á Iðnþingi í vor. Sigurður gefur ekki mikið fyrir heimildamenn danskra fjölmiðla; þeir séu nær allir nafnlausir. Um ummæli félagsmálaráðherra segir hann þau einfaldlega ekki eiga við um KB banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Stjórnarformaður KB banka segir að gagnrýnin umfjöllun danskra fjölmiðla, um innbyrðis tengsl íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja, byggi á sögusögnum og vitleysu. Umfjöllun danskra fjölmiðla um innrás íslenskra fjárfesta í danskt samfélag hefur verið gagnrýnin og hafa þeir varað við að mikil innbyrðis tengsl fjárfestanna og bankanna geti reynst hættuleg. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir þessa umfjöllun byggjast á mikilli vanþekkingu. Engin hætta sé á því að vandræði eins fyrirtækis sem sé í viðskiptum við KB banka hafi áhrif á bankann eða önnur viðskipti hans. Þetta byggi því á sögusögnum og, í rauninni, bara vitleysu. Dönsk blöð hafa haldið því fram að flókin innbyrðis eignatengsl, líkt og tilfellið sé með íslensku fyrirtækin og bankana, hafi verið bönnuð í Danmörku í 80 ár og séu víðast hvar bönnuð. Sigurður segir að þarna rugli menn saman hugtökum. Hann segir að íslensku fjárfestarnir, sem keyptu Magasin du Nord á dögunum, hafi keypt það af dönskum banka sem hafi átt það í fjöldamörg ár. Það hafi því ekki verið „meira bannað“ en það. Sigðurður bendir ennfremur á í þessu samhengi að AP Möller, stærsta fyrirtæki Danmerkur, sé aðaleigandi í Den danske bank. Danskir fjölmiðlar hafa kallað þessi tengsl köngulóarvef og það sama gerði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á Iðnþingi í vor. Sigurður gefur ekki mikið fyrir heimildamenn danskra fjölmiðla; þeir séu nær allir nafnlausir. Um ummæli félagsmálaráðherra segir hann þau einfaldlega ekki eiga við um KB banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira