Maður varð að fá bragð af Íslandi 7. desember 2004 00:01 "Ég reyndi að blanda saman íslenskum og sænskum jólahefðum þegar ég var í Svíþjóð. Sænsku kunningjarnir kynntu fyrir manni jólamatinn sinn sem er af ýmsum sortum og borðaður alla hátíðina," segir Sigríður og telur meðal annars upp saltaða skinku, litlar kjötbollur, síld, lifrarkæfu og lútfisk. "Mér þótti allt gott nema lútfiskurinn," segir hún hlæjandi og heldur áfram. "Svo fékk maður hangikjöt sent að heiman, appelsín og malt og meira að segja dós með grænum Ora-baunum. Maður varð að fá bragð af Íslandi!" Sigríði kom mest á óvart hversu lengi jólastandið varði í Svíþjóð. "Ég man að seint í september komu krakkar að selja jólakort. Þau gengu hús úr húsi og ég bara starði á þau steinhissa. Svo er jólaskrautið uppi fram eftir öllum vetri. Ég sá síðasta jólatréð fara úr glugga 5. febrúar. En Svíar kunna vel að njóta jólanna. Það var mun minna stress en hér og mjög jólalegt." Það sem Sigríður saknar þó mest frá Svíþjóð í desember er Lúsíuhátíðin þann 13. Tvívegis kveðst hún hafa farið í Norræna húsið á Lúsíuhátíð síðan hún kom heim en sökum annríkis hafi það ekki verið oftar. Að sjálfsögðu er þáttur hennar, Vitinn, með jólasniði í desember og þar er sú hefð komin á að "foringi jólasveinanna," eins og Sigríður kallar Askasleiki, er í beinni útsendingu síðasta virka dag fyrir Þorláksmessu. "Þá ferðast ég með honum á norðurljósunum inn í fjöllin hans og síðan hringja krakkarnir í mig og fá að spjalla við hann," segir hún brosandi og bætir við. "Þetta er siður sem hefur verið við lýði í fimm ár, eða frá því Vitinn byrjaði, og hann kemur mér í ekta jólaskap." Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
"Ég reyndi að blanda saman íslenskum og sænskum jólahefðum þegar ég var í Svíþjóð. Sænsku kunningjarnir kynntu fyrir manni jólamatinn sinn sem er af ýmsum sortum og borðaður alla hátíðina," segir Sigríður og telur meðal annars upp saltaða skinku, litlar kjötbollur, síld, lifrarkæfu og lútfisk. "Mér þótti allt gott nema lútfiskurinn," segir hún hlæjandi og heldur áfram. "Svo fékk maður hangikjöt sent að heiman, appelsín og malt og meira að segja dós með grænum Ora-baunum. Maður varð að fá bragð af Íslandi!" Sigríði kom mest á óvart hversu lengi jólastandið varði í Svíþjóð. "Ég man að seint í september komu krakkar að selja jólakort. Þau gengu hús úr húsi og ég bara starði á þau steinhissa. Svo er jólaskrautið uppi fram eftir öllum vetri. Ég sá síðasta jólatréð fara úr glugga 5. febrúar. En Svíar kunna vel að njóta jólanna. Það var mun minna stress en hér og mjög jólalegt." Það sem Sigríður saknar þó mest frá Svíþjóð í desember er Lúsíuhátíðin þann 13. Tvívegis kveðst hún hafa farið í Norræna húsið á Lúsíuhátíð síðan hún kom heim en sökum annríkis hafi það ekki verið oftar. Að sjálfsögðu er þáttur hennar, Vitinn, með jólasniði í desember og þar er sú hefð komin á að "foringi jólasveinanna," eins og Sigríður kallar Askasleiki, er í beinni útsendingu síðasta virka dag fyrir Þorláksmessu. "Þá ferðast ég með honum á norðurljósunum inn í fjöllin hans og síðan hringja krakkarnir í mig og fá að spjalla við hann," segir hún brosandi og bætir við. "Þetta er siður sem hefur verið við lýði í fimm ár, eða frá því Vitinn byrjaði, og hann kemur mér í ekta jólaskap."
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin