Hollar karamellur og rommkúlur Elín Albertsdóttir skrifar 7. desember 2015 21:00 Lúffengar karamellur og rommkúlur en samt sykurlaust sælgæti. MYNDIR/GVA María Krista Hreiðarsdóttir segir að hún geri oft hollt konfekt þegar sykurlöngun hellist yfir hana. Það er líka fallegt að hafa það í skálum fyrir jólin eða setja í jólapakkann. Það er mun betra að grípa í svona mola heldur en í sykurinn. Ég hef haldið mig við allt sykur- og glútenlaust í næstum þrjú ár. Ég er samt ekki heilög eða með neinar öfgar. Ég hef farið út af brautinni en reyni að halda mig við sykurlausa lífið því það er mun betra,“ segir María Krista. „Þessar karmellur eru til dæmis eins og bestu rjómakaramellur á bragðið. Það er einfalt að gera þær og algjör snilld að pakka þeim inn í smjörpappír og gefa í jólagjöf.“ María Krista er mikið jólabarn og byrjar snemma að undirbúa jólin. „Ég er alltaf með saumaklúbb í desember og þá hefjast jólin því ég skreyti alltaf fyrir hann. Þess vegna er allt skreytt hjá mér um miðjan desember. Allir koma með einn rétt og úr verður glæsilegt hlaðborð. Klúbburinn hefur haldið saman í tuttugu ár. Þar sem ég bý aðeins fyrir utan þéttbýli verður falleg stemming í umhverfinu þegar jólaljósin eru komin upp,“ segir hún. Þótt María Krista hallist að hollu fæði fannst henni hamborgarhryggurinn ómissandi á jólaborðið. „Eftir að ég breytti um lífsstíl prófaði ég að hafa kalkúnabringu og grasker í staðinn fyrir brúnaðar kartöflur. Það hefur slegið í gegn,“ segir María Krista.Fallegt á borði eða í jólapakkann. Æðislegt sykurlaust sælgæti frá Maríu Kristu. MYND/GVADöðlukaramellur200 g niðurbrytjaðar döðlur50 g Sukrin Gold100 g smjör1½ tsk. vanilludropar eða -duft1 msk. gróft salt2 msk. rjómi (má sleppa)Hitið allt saman í potti á meðalhita. Þegar blandan fer að mýkjast upp þá er gott að setja hana í blandara eða nota töfrasprota til að mauka allt vel saman. Farið varlega því karamellan verður heit. Þegar karamellan er fallega brún er henni hellt á smjörpappír og ágætt að móta lengju úr henni. Pakkið karamellunni vel saman og gangið frá endunum. Frystið í nokkra klukkutíma. Þegar karamellan er orðin köld og stíf er hægt að skera hana í hæfilega bita. Döðlukaramella geymist best í kæli í lokuðu íláti.Rommkúlur60 g pekanhnetur50 g fínmöluð sæta, t.d. Via Health1½ msk. rommdropar2 msk. chiafræ20 dropar vanillustevía1 eggjahvíta40 g möndluflögur1 msk. kakó Maukið allt vel saman í matvinnsluvél þar til deigið er orðið að einni kúlu. Kælið í plastoka í 15 mín. Rúllið þá út deiginu og skerið í litla bita, rúllið upp í kúlur. Kælið aftur á meðan hjúpurinn er hitaður.Hjúpur100 g af Valor, sykurlausu súkkulaði1 tsk. kókosolía1 tsk. appelsínudropar Hitið súkkulaðið og olíuna yfir vatnsbaði. Húðið rommkúlurnar og kælið. Þessar eru dásamlegar með kaffi. Jól Jólamatur Matur Mest lesið Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Brotið blað um jól Jólin Jólasveinarnir búa í helli Jól Engin jól eins Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól
María Krista Hreiðarsdóttir segir að hún geri oft hollt konfekt þegar sykurlöngun hellist yfir hana. Það er líka fallegt að hafa það í skálum fyrir jólin eða setja í jólapakkann. Það er mun betra að grípa í svona mola heldur en í sykurinn. Ég hef haldið mig við allt sykur- og glútenlaust í næstum þrjú ár. Ég er samt ekki heilög eða með neinar öfgar. Ég hef farið út af brautinni en reyni að halda mig við sykurlausa lífið því það er mun betra,“ segir María Krista. „Þessar karmellur eru til dæmis eins og bestu rjómakaramellur á bragðið. Það er einfalt að gera þær og algjör snilld að pakka þeim inn í smjörpappír og gefa í jólagjöf.“ María Krista er mikið jólabarn og byrjar snemma að undirbúa jólin. „Ég er alltaf með saumaklúbb í desember og þá hefjast jólin því ég skreyti alltaf fyrir hann. Þess vegna er allt skreytt hjá mér um miðjan desember. Allir koma með einn rétt og úr verður glæsilegt hlaðborð. Klúbburinn hefur haldið saman í tuttugu ár. Þar sem ég bý aðeins fyrir utan þéttbýli verður falleg stemming í umhverfinu þegar jólaljósin eru komin upp,“ segir hún. Þótt María Krista hallist að hollu fæði fannst henni hamborgarhryggurinn ómissandi á jólaborðið. „Eftir að ég breytti um lífsstíl prófaði ég að hafa kalkúnabringu og grasker í staðinn fyrir brúnaðar kartöflur. Það hefur slegið í gegn,“ segir María Krista.Fallegt á borði eða í jólapakkann. Æðislegt sykurlaust sælgæti frá Maríu Kristu. MYND/GVADöðlukaramellur200 g niðurbrytjaðar döðlur50 g Sukrin Gold100 g smjör1½ tsk. vanilludropar eða -duft1 msk. gróft salt2 msk. rjómi (má sleppa)Hitið allt saman í potti á meðalhita. Þegar blandan fer að mýkjast upp þá er gott að setja hana í blandara eða nota töfrasprota til að mauka allt vel saman. Farið varlega því karamellan verður heit. Þegar karamellan er fallega brún er henni hellt á smjörpappír og ágætt að móta lengju úr henni. Pakkið karamellunni vel saman og gangið frá endunum. Frystið í nokkra klukkutíma. Þegar karamellan er orðin köld og stíf er hægt að skera hana í hæfilega bita. Döðlukaramella geymist best í kæli í lokuðu íláti.Rommkúlur60 g pekanhnetur50 g fínmöluð sæta, t.d. Via Health1½ msk. rommdropar2 msk. chiafræ20 dropar vanillustevía1 eggjahvíta40 g möndluflögur1 msk. kakó Maukið allt vel saman í matvinnsluvél þar til deigið er orðið að einni kúlu. Kælið í plastoka í 15 mín. Rúllið þá út deiginu og skerið í litla bita, rúllið upp í kúlur. Kælið aftur á meðan hjúpurinn er hitaður.Hjúpur100 g af Valor, sykurlausu súkkulaði1 tsk. kókosolía1 tsk. appelsínudropar Hitið súkkulaðið og olíuna yfir vatnsbaði. Húðið rommkúlurnar og kælið. Þessar eru dásamlegar með kaffi.
Jól Jólamatur Matur Mest lesið Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Brotið blað um jól Jólin Jólasveinarnir búa í helli Jól Engin jól eins Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól