Hringir inn jólin með virðuleika og reisn 9. desember 2004 00:01 Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður hefur í fórum sínum forláta, upptrekkta klukku sem prýddi stofu alþýðuheimilis í byrjun síðustu aldar. Gripinn fékk hann í arf eftir ömmu sína og afa og hefur hún elt hann allar götur frá því að hann hóf búskap fyrir einum tuttugu árum. "Klukkan er tengd mínum allra fyrstu minningum á heimili ömmu og afa en þetta var fyrir þá tíð þegar videótæki og tölvur prýddu hvert heimili. Í þá daga hreyfðist ekkert nema klukkan yfir miðjan daginn og gaf hún þá frá sér þessi fallegu hljóð í þokkabót. Þessu fylgdist maður auðvitað með sem lítill patti og þótti mikið til koma." Eftir daga ömmu Skjaldar og afa féll klukkan í hendur Skjaldar og trónir hún í heiðurssæti á hillu í stofu húsbóndans í dag, þar sem hún blasir við öllum þeim sem inn um þær dyr ganga. "Einhvern tímann átti ég nú lykil sem ég hef reyndar týnt núna. Hér áður trekkti ég hana gjarna upp og þótti mikið um vert að heyra tikk-takkið sem hún gefur frá sér. Hljóðið í henni boðar ákveðinn frið og svo slær hún auðvitað inn stundirnar á hálftíma fresti. Við hvern heilan tíma slær hún tímana." Og í ár ætlar Skjöldur að láta verða af því að kaupa nýjan lykil. "Ég lét gera hana upp um árið og fékk til þess úrsmið á Ingólfstorgi sem á lykla í klukkur sem þessar. Nú ætla ég hins vegar að verða mér úti um nýjan lykil og ætla í ár að leyfa klukkunni að hringja inn jólin á aðfangadag." Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól Sjö sorta jól Jól Karlar í nærbuxum Jól
Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður hefur í fórum sínum forláta, upptrekkta klukku sem prýddi stofu alþýðuheimilis í byrjun síðustu aldar. Gripinn fékk hann í arf eftir ömmu sína og afa og hefur hún elt hann allar götur frá því að hann hóf búskap fyrir einum tuttugu árum. "Klukkan er tengd mínum allra fyrstu minningum á heimili ömmu og afa en þetta var fyrir þá tíð þegar videótæki og tölvur prýddu hvert heimili. Í þá daga hreyfðist ekkert nema klukkan yfir miðjan daginn og gaf hún þá frá sér þessi fallegu hljóð í þokkabót. Þessu fylgdist maður auðvitað með sem lítill patti og þótti mikið til koma." Eftir daga ömmu Skjaldar og afa féll klukkan í hendur Skjaldar og trónir hún í heiðurssæti á hillu í stofu húsbóndans í dag, þar sem hún blasir við öllum þeim sem inn um þær dyr ganga. "Einhvern tímann átti ég nú lykil sem ég hef reyndar týnt núna. Hér áður trekkti ég hana gjarna upp og þótti mikið um vert að heyra tikk-takkið sem hún gefur frá sér. Hljóðið í henni boðar ákveðinn frið og svo slær hún auðvitað inn stundirnar á hálftíma fresti. Við hvern heilan tíma slær hún tímana." Og í ár ætlar Skjöldur að láta verða af því að kaupa nýjan lykil. "Ég lét gera hana upp um árið og fékk til þess úrsmið á Ingólfstorgi sem á lykla í klukkur sem þessar. Nú ætla ég hins vegar að verða mér úti um nýjan lykil og ætla í ár að leyfa klukkunni að hringja inn jólin á aðfangadag."
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól Sjö sorta jól Jól Karlar í nærbuxum Jól