Skattar auknir á kirkjur 9. desember 2004 00:01 Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Rætt hafi verið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og husanlega virðisaukaskatti, sem þau hafi hingað til ekki haft tekjur af. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndar og skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að hugmyndum um fækkun undanþága til greiðslu fasteignagjalda hafi verið vel tekið af fulltrúum ríkisins í nefndinni. Hve langt eigi að ganga liggi ekki fyrir. Til greina komi að kirkjur og sjúkrahús greiði þau. Hann segir ómögulegt að ræða á þessu stigi hverjar endanlegar tillögur tekjustofnanefndar verði. Það skýrist í lok janúar. Halldór segir að ekki sé einblínt á að útsvar sveitarfélaganna verði hækkað þó um það hafi verið rætt. Breyting af því tagi nægi ekki til að bæta hag minni sveitarfélaga: "Við erum að tala um að þeir sem standi verst fái enn frekar tekjur í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaganna," segir Halldór. Undir það tekur Guðjón og segir að til dæmis sé verið að ræða um 400 milljóna aukafjárlag til sjóðsins á þessu ári. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn hafa sett sig í samband við Halldór og greint frá erfiðleikum með að láta fjárhagsáætlanir næsta árs stemma. Staða sveitarfélaganna sé slæm en ekki sé hægt að stóla á leiðréttingu tekjustofnanna við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Fyrstu breytingarnar gætu í fyrsta lagi gengið í geng á komandi hausti, segir Halldór: "Kröfur okkar eru þær að leiðrétta stöðu sveitarfélaganna þannig að þau verði ekki rekin með þriggja og hálfs milljarðs tapi eins og var árið 2003. Við höfum rætt um að það sé lágmarkskrafa okkar að jafna þetta tap." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Rætt hafi verið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og husanlega virðisaukaskatti, sem þau hafi hingað til ekki haft tekjur af. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndar og skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að hugmyndum um fækkun undanþága til greiðslu fasteignagjalda hafi verið vel tekið af fulltrúum ríkisins í nefndinni. Hve langt eigi að ganga liggi ekki fyrir. Til greina komi að kirkjur og sjúkrahús greiði þau. Hann segir ómögulegt að ræða á þessu stigi hverjar endanlegar tillögur tekjustofnanefndar verði. Það skýrist í lok janúar. Halldór segir að ekki sé einblínt á að útsvar sveitarfélaganna verði hækkað þó um það hafi verið rætt. Breyting af því tagi nægi ekki til að bæta hag minni sveitarfélaga: "Við erum að tala um að þeir sem standi verst fái enn frekar tekjur í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaganna," segir Halldór. Undir það tekur Guðjón og segir að til dæmis sé verið að ræða um 400 milljóna aukafjárlag til sjóðsins á þessu ári. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn hafa sett sig í samband við Halldór og greint frá erfiðleikum með að láta fjárhagsáætlanir næsta árs stemma. Staða sveitarfélaganna sé slæm en ekki sé hægt að stóla á leiðréttingu tekjustofnanna við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Fyrstu breytingarnar gætu í fyrsta lagi gengið í geng á komandi hausti, segir Halldór: "Kröfur okkar eru þær að leiðrétta stöðu sveitarfélaganna þannig að þau verði ekki rekin með þriggja og hálfs milljarðs tapi eins og var árið 2003. Við höfum rætt um að það sé lágmarkskrafa okkar að jafna þetta tap."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent