Innlagnir vegna aukaverkana 10. desember 2004 00:01 Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. " Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. "
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira