Viðskipti innlent

Fráleitt að bankar stundi lögbrot

Það er alvarlegt mál að ýja að því að fjármálafyrirtæki hér á landi komi nálægt ráðgjöf um hvernig svíkja eigi undan skatti, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann segir fráleitt að þau stundi slíka starfsemi. Í úttekt á umfangi skattsvika, sem nefnd á vegum Alþingis gerði, er fullyrt að ráðgjafar og jafnvel fjármálastofnanir sérhæfi sig í að ráðleggja mönnum um hvernig vista eigi fé utan seilingar skattayfirvalda með því að flytja það úr landi. Guðjón segist ekki hafa haft tíma til að lesa skýrsluna í þaula en hvað varði þau ummæli sem fram hafa komið þurfi að gera skýran greinarmun á milli löglegrar skattráðgjafar sem fjármálafyrirtæki og önnur ráðgjafafyrirtæki veita viðskiptavinum sínum og hins vegar skattsvika, sem eru að sjálfsögðu ólögleg. Í úttekt nefndarinnar segir meðal annars að fyrir skattayfirvöldum hafi verið rekin mál þar sem sýnt hafi verið fram á að þau hafi verið leynd upplýsingum með liðsinni útibúa eða dótturfyrirtækja sem íslenskir viðskiptabankar hafa sett upp í löndum sem bjóða upp á vafasamar skattareglur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×