Hagsmunum stefnt í hættu Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2004 00:01 Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun