Rambaði á góðan fisk 15. desember 2004 00:01 "Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni," segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. Hún segir þau Þorstein Hauksson, mann sinn, verða tvö saman á aðfangadagskvöld eins og oft áður og þau hafi jafnan lag á að njóta hátíðarinnar. "Stundum förum við út að borða á einhverjum gæðastað. Hér er allt opið á aðfangadagskvöld því hátíðin hefst ekki hjá Frökkum almennt fyrr en á jóladag. En ég á það alveg eins til að elda og þá fisk. Eldamennskan er ekki mín sterka hlið en ég hef nú rambað á það einmitt á jólum að elda ævintýralega góðan fisk. Þá fer ég á markað og næ í eitthvað sem ég veit ekki alltaf hvað heitir. Einu sinni í París náði ég í svoleiðis kvikindi sem ég veit ekki nafnið á. Ég fiskaði upp sósu úr Elisabeth David, enska matarheimspekingnum sem ég held tryggð við, og úr varð þvílíkt lostæti að ég mundi ekki vilja leika þetta eftir mér!" Steinunn segir það til í dæminu að skreppa í einhvern annan landshluta og gista þar eins og eina nótt yfir hátíðirnar. Oft kveðst hún líka hafa haldið jól á Madeira og stundum hafi dætur þeirra Þorsteins komið þangað. Hún lætur þess getið að algengt sé að þau Þorsteinn gangi í guðshús seint á aðfangadagskvöld og þá gjarnan í kaþólskar kirkjur. "Það er svo gott að sækja sér þangað frið og fegurð," segir rithöfundurinn og bætir við að lokum: "Eitt af því sem ég geri kringum hátíðirnar eins og fleiri er að ég tek svolítið til í hugskotinu. Úr þessari tiltekt sprettur svo ljóð og ljóð. Hendi sumum, held öðrum til haga." Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól
"Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni," segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. Hún segir þau Þorstein Hauksson, mann sinn, verða tvö saman á aðfangadagskvöld eins og oft áður og þau hafi jafnan lag á að njóta hátíðarinnar. "Stundum förum við út að borða á einhverjum gæðastað. Hér er allt opið á aðfangadagskvöld því hátíðin hefst ekki hjá Frökkum almennt fyrr en á jóladag. En ég á það alveg eins til að elda og þá fisk. Eldamennskan er ekki mín sterka hlið en ég hef nú rambað á það einmitt á jólum að elda ævintýralega góðan fisk. Þá fer ég á markað og næ í eitthvað sem ég veit ekki alltaf hvað heitir. Einu sinni í París náði ég í svoleiðis kvikindi sem ég veit ekki nafnið á. Ég fiskaði upp sósu úr Elisabeth David, enska matarheimspekingnum sem ég held tryggð við, og úr varð þvílíkt lostæti að ég mundi ekki vilja leika þetta eftir mér!" Steinunn segir það til í dæminu að skreppa í einhvern annan landshluta og gista þar eins og eina nótt yfir hátíðirnar. Oft kveðst hún líka hafa haldið jól á Madeira og stundum hafi dætur þeirra Þorsteins komið þangað. Hún lætur þess getið að algengt sé að þau Þorsteinn gangi í guðshús seint á aðfangadagskvöld og þá gjarnan í kaþólskar kirkjur. "Það er svo gott að sækja sér þangað frið og fegurð," segir rithöfundurinn og bætir við að lokum: "Eitt af því sem ég geri kringum hátíðirnar eins og fleiri er að ég tek svolítið til í hugskotinu. Úr þessari tiltekt sprettur svo ljóð og ljóð. Hendi sumum, held öðrum til haga."
Jól Mest lesið Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Loftkökur Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól