Fischer fær dvalarleyfi 15. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira