Júlíus Hafstein 35. sendiherrann 15. desember 2004 00:01 Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira