Léttlestarkerfi ekki raunhæft 17. desember 2004 00:01 Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira