Viðskipti innlent

0,85% lækkun staðgreiðsluhlutfalls

Lækkun á staðgreiðsluhlutfalli milli ára verður 0,85% eftir að tillit hefur verið tekið til meðal útsvarshækkunar milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi síðdegis. Þar segir að tekjuskattshlutfall á árinu 2005 verði 24,75%, sem er lækkun um 1% frá yfirstandandi ári. Meðalútsvar á árinu 2005, samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verði 12,98% en þetta hlutfall er 12,83% á yfirstandandi ári. Meðalútsvarshækkun milli ára er því 0,15%. Staðgreiðsluhlutfall á árinu 2005 verður 37,73% samanborið við 38,58% á þessu ári. Tólf sveitarfélög hækka útsvar um áramótin, mest þó Svalbarðshreppur og Sveinsstaðahreppur. Fimm sveitarfélög verða með lágmarksútsvar, 11,24%, en það eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Skorradalshreppur, Helgafellssveit og Ásahreppur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×