Innlent

Kennarar endurgreiða ofgreidd laun

Flestir grunnskólakennarar greiða sveitarfélögunum ofgreidd laun fyrir jól. Hjá öðrum eru greiðslurnar dreifðar og endurgreiddar á nýju ári, að sögn Sesselju G. Sigurðardóttur, varaformanns Félags grunnskólakennara: "Sum sveitarfélög eru búin að ganga frá öllu og kennararnir eru því skuldlausir. Það er allur gangur á þessu." Grunnskólakennarar, sem flestir fá fyrirframgreidd laun, fengu allan septembermánuð greiddan en verkfall þeirra hófst 20. september. Sveitarfélögin greiddu flest allan nóvembernánuð og gerðu þá einnig upp daga októbermánaðar sem unnir voru, að sögn Sesselju. Dagný Leifsdóttir, deildarstjóri fjármálaþjónustu í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, segir Reykjavíkurborg hafa samið við Kennarafélag Reykjavíkur: "Fyrirframgreiðslur í september og nóvember verða dregnar af kennurum í tvennu lagi, 1. febrúar og 1. mars." Nokkrir kennarar hafi þegar endurgreitt og séu skuldlausir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×