Jólin í fangelsinu 19. desember 2004 00:01 Vigfús segir misjafnt hvernig stemmingin er í fangelsinu á jólunum og að hún fari eftir samsetningunni á mannskapnum. "Í augnablikinu lítur út fyrir að hér gætu verið eitthvað yfir tíu manns. Svo veit maður aldrei. Það hefur komið fyrir að menn hafi komið hingað inn til að taka út sína refsivist á aðfangadag eða jóladag sem er einstaklega leiðinlegur tími til hefja afplánun. Lífið í fangelsi er mjög vanabundið en á aðfangadagskvöld bregðum við út af vananum þegar hægt er. Ef það er tómur klefi er sameiginlegt borðhald í einum klefa og þá borða allir saman mat frá Múlakaffi. Mér sýnist hinsvegar á öllu að það verði ekki laus klefi í ár heldur borði menn bara inni hjá sér eða í pínulítilli setustofu þeir sem það vilja. Menn fá úthlutað jólaskrauti til að skreyta inni hjá sér og svo eru gangarnir skreyttir af föngum og fangavörðum. Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur, kemur og hefur helgistund með föngunum um daginn og það er yfirleitt hátíðlegt svona eftir aðstæðum." Vigfús segir samt oftast frekar dapurlegt í fangelsum yfir hátíðarnar. "Menn eiga það sameiginlegt, bæði þeir sem vinna hér og eru hér að þeir vildu kannski frekar vera einhversstaðar annarsstaðar á þessum tíma. Það er erfiðara fyrir fjölskyldufólk að vera í fangelsi um jólin því það er ekkert jólafrí úr afplánuninni. Svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar eru hinsvegar sumir ekki ósáttir við að vera ófrjálsir ferða sinna á þessum tíma. Sumir þeirra eiga hvergi höfði sínu að halla og eiga ekki aðstandendur eða ættingja, allavega ekki sem þeir hafa samband við. En við reynum að hafa svolítið jólalegt og bjart hérna hjá okkur. Fangahjálp gefur gjafir og við útdeilum þeim til hvers og eins. Það er yfirleitt eitthvað frekar lítið en samt pakki svo enginn sé tómhentur á aðfangadagskvöld." Atvinna Jól Mest lesið Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Amerískar smákökur Jól Matur vinsælasta jólagjöfin Jól Lúsíubrauð Jól Allir vilja nýtt bros fyrir jólin Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól
Vigfús segir misjafnt hvernig stemmingin er í fangelsinu á jólunum og að hún fari eftir samsetningunni á mannskapnum. "Í augnablikinu lítur út fyrir að hér gætu verið eitthvað yfir tíu manns. Svo veit maður aldrei. Það hefur komið fyrir að menn hafi komið hingað inn til að taka út sína refsivist á aðfangadag eða jóladag sem er einstaklega leiðinlegur tími til hefja afplánun. Lífið í fangelsi er mjög vanabundið en á aðfangadagskvöld bregðum við út af vananum þegar hægt er. Ef það er tómur klefi er sameiginlegt borðhald í einum klefa og þá borða allir saman mat frá Múlakaffi. Mér sýnist hinsvegar á öllu að það verði ekki laus klefi í ár heldur borði menn bara inni hjá sér eða í pínulítilli setustofu þeir sem það vilja. Menn fá úthlutað jólaskrauti til að skreyta inni hjá sér og svo eru gangarnir skreyttir af föngum og fangavörðum. Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur, kemur og hefur helgistund með föngunum um daginn og það er yfirleitt hátíðlegt svona eftir aðstæðum." Vigfús segir samt oftast frekar dapurlegt í fangelsum yfir hátíðarnar. "Menn eiga það sameiginlegt, bæði þeir sem vinna hér og eru hér að þeir vildu kannski frekar vera einhversstaðar annarsstaðar á þessum tíma. Það er erfiðara fyrir fjölskyldufólk að vera í fangelsi um jólin því það er ekkert jólafrí úr afplánuninni. Svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar eru hinsvegar sumir ekki ósáttir við að vera ófrjálsir ferða sinna á þessum tíma. Sumir þeirra eiga hvergi höfði sínu að halla og eiga ekki aðstandendur eða ættingja, allavega ekki sem þeir hafa samband við. En við reynum að hafa svolítið jólalegt og bjart hérna hjá okkur. Fangahjálp gefur gjafir og við útdeilum þeim til hvers og eins. Það er yfirleitt eitthvað frekar lítið en samt pakki svo enginn sé tómhentur á aðfangadagskvöld."
Atvinna Jól Mest lesið Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Amerískar smákökur Jól Matur vinsælasta jólagjöfin Jól Lúsíubrauð Jól Allir vilja nýtt bros fyrir jólin Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól