Fæ kannski jólabarn í fangið 19. desember 2004 00:01 "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á vakt um jólin, ég hef unnið á jólunum svona sjö-átta sinnum. Ég hef verið á ýmsum deildum úti á landi og þegar ég var yngri vann ég á æfinga og endurhæfingadeild Landspítalans í Kópavogi. Núna verð ég svo á vökudeildinni að passa glæný jólabörn." Hvernig verða jólin á barnadeildinni? "Það er hefð fyrir jólaballi klukkan fjögur á aðfangadag fyrir inniliggjandi börn og svo börn starfsmanna. Þangað koma jólasveinar og tónlistarmenn. Þau börn sem þurfa að vera á spítalanum eru yfirleitt frekar veik en allir sem mögulega geta fá að fara heim um jólin." Hversu mörg börn verða á barnadeildinni yfir hátíðarnar? "Ég hugsa að það verði ekki yfir tuttugu börn með nýburunum, en svo veit maður aldrei. Það koma upp sýkingar og börn geta verið að leggjast inn á aðfangadag þess vegna. Börnin fá að hafa fjölskyldur sínar hjá sér og það er alltaf pláss fyrir alla, hér er sameiginleg borðstofa fyrir krakka og foreldra en ef börn eru í einangrun eða í krabbameinsmeðferð þá eru þau bara inni á stofunum hjá sér. Svo er auðvitað góður matur og ekki þessi hefðbundni spítalamatur." Snorra finnst ekkert tiltökumál að vinna á jólanótt. "Ég hef ekki sóst eftir því sérstaklega en það hefur oft hist þannig á að ég hef unnið yfir jólin sérstaklega þegar ég hef verið að leysa af úti á landi. Þessi jól sem ég hef veirð að vinna hafa verið tíðindalítil enda kannski þess eðlis að vera heilsugæslulæknir. Fólk leitar ekki í heilsugæsluna á aðfangadagskvöld nema í ítrustu neyð. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á deild þar sem er líklegt að verði eitthvað að gera, enda fæðast börn á jólanótt eins og aðrar nætur. Ég gæti átt von á því að fá jólabarn í fangið þegar minnst varir." Snorri segir að það sé mjög gott andrúmsloft á barnadeildinni á jólanótt. "Auðvitað er mjög sérstakt að vera fjarri fjölskyldunni sinni á þessum tíma en það er yfirleitt mjög góð stemming og fólk er alls ekki ekki pirrað á því að vera í vinnunni. Svo er reynt að hliðra til þannig að fólk komist frá í tvo tíma hér og þar til að geta aðeins kíkt til fjölskyldunnar." Snorri segir að reynt sé að taka tillit til fjölskylduaðstæðna þegar raðað er á vaktirnar. "Ég bauðst til þess að vinna þar sem ég er einhleypur núna en svo er bara dregið um þessa hátíðisdaga. Ég er hinsvegar í fríi á gamlárskvöld." Atvinna Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á vakt um jólin, ég hef unnið á jólunum svona sjö-átta sinnum. Ég hef verið á ýmsum deildum úti á landi og þegar ég var yngri vann ég á æfinga og endurhæfingadeild Landspítalans í Kópavogi. Núna verð ég svo á vökudeildinni að passa glæný jólabörn." Hvernig verða jólin á barnadeildinni? "Það er hefð fyrir jólaballi klukkan fjögur á aðfangadag fyrir inniliggjandi börn og svo börn starfsmanna. Þangað koma jólasveinar og tónlistarmenn. Þau börn sem þurfa að vera á spítalanum eru yfirleitt frekar veik en allir sem mögulega geta fá að fara heim um jólin." Hversu mörg börn verða á barnadeildinni yfir hátíðarnar? "Ég hugsa að það verði ekki yfir tuttugu börn með nýburunum, en svo veit maður aldrei. Það koma upp sýkingar og börn geta verið að leggjast inn á aðfangadag þess vegna. Börnin fá að hafa fjölskyldur sínar hjá sér og það er alltaf pláss fyrir alla, hér er sameiginleg borðstofa fyrir krakka og foreldra en ef börn eru í einangrun eða í krabbameinsmeðferð þá eru þau bara inni á stofunum hjá sér. Svo er auðvitað góður matur og ekki þessi hefðbundni spítalamatur." Snorra finnst ekkert tiltökumál að vinna á jólanótt. "Ég hef ekki sóst eftir því sérstaklega en það hefur oft hist þannig á að ég hef unnið yfir jólin sérstaklega þegar ég hef verið að leysa af úti á landi. Þessi jól sem ég hef veirð að vinna hafa verið tíðindalítil enda kannski þess eðlis að vera heilsugæslulæknir. Fólk leitar ekki í heilsugæsluna á aðfangadagskvöld nema í ítrustu neyð. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á deild þar sem er líklegt að verði eitthvað að gera, enda fæðast börn á jólanótt eins og aðrar nætur. Ég gæti átt von á því að fá jólabarn í fangið þegar minnst varir." Snorri segir að það sé mjög gott andrúmsloft á barnadeildinni á jólanótt. "Auðvitað er mjög sérstakt að vera fjarri fjölskyldunni sinni á þessum tíma en það er yfirleitt mjög góð stemming og fólk er alls ekki ekki pirrað á því að vera í vinnunni. Svo er reynt að hliðra til þannig að fólk komist frá í tvo tíma hér og þar til að geta aðeins kíkt til fjölskyldunnar." Snorri segir að reynt sé að taka tillit til fjölskylduaðstæðna þegar raðað er á vaktirnar. "Ég bauðst til þess að vinna þar sem ég er einhleypur núna en svo er bara dregið um þessa hátíðisdaga. Ég er hinsvegar í fríi á gamlárskvöld."
Atvinna Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól