Bush maður ársins í annað sinn 19. desember 2004 00:01 Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira