Jólapakkar hrannast upp 13. október 2005 15:13 Pakkarnir hafa hrannast upp á aðventunni. Þá gefa gjafmildir viðskiptavinir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til fátækra barna hér á landi. Pökkunum er síðan skipt milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar, sem deila þeim til skjólstæðinga sinna fyrir jólin. Síðasta pakkahrúgan verður afhentir í dag. "Þetta hefur gengið mjög vel. Það er allt troðfullt af pökkum í kringum tréð," sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir hjá þjónustuveri Kringlunnar. "Fólk er ofboðslega duglegt að kaupa aukapakka til að gleðja barn úti í bæ um jólin. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta." Ragnhildur sagði að pakkarnir í ár væru töluvert fleiri heldur en í fyrra og það væri svo sannarlega þörf fyrir þá. "Við erum þegar búnar að fá mikið af pökkum og það fer allt samstundis," sagði Ragnhildur. "Og það er svo sannarlega þörf fyrir þessar gjafir og gefendur eiga miklar þakkir skildar." Innlent Jól Menning Mest lesið Jólin byrja í júlí Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Ó, Jesúbarn Jól Babbi segir Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól
Pakkarnir hafa hrannast upp á aðventunni. Þá gefa gjafmildir viðskiptavinir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til fátækra barna hér á landi. Pökkunum er síðan skipt milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar, sem deila þeim til skjólstæðinga sinna fyrir jólin. Síðasta pakkahrúgan verður afhentir í dag. "Þetta hefur gengið mjög vel. Það er allt troðfullt af pökkum í kringum tréð," sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir hjá þjónustuveri Kringlunnar. "Fólk er ofboðslega duglegt að kaupa aukapakka til að gleðja barn úti í bæ um jólin. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta." Ragnhildur sagði að pakkarnir í ár væru töluvert fleiri heldur en í fyrra og það væri svo sannarlega þörf fyrir þá. "Við erum þegar búnar að fá mikið af pökkum og það fer allt samstundis," sagði Ragnhildur. "Og það er svo sannarlega þörf fyrir þessar gjafir og gefendur eiga miklar þakkir skildar."
Innlent Jól Menning Mest lesið Jólin byrja í júlí Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Ó, Jesúbarn Jól Babbi segir Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól