Blásið á brot gegn viðskiptabanni 21. desember 2004 00:01 Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira