Viðskipti innlent

Forseti og ráðherra í stjórn

Dótturfélag KB banka, danski bankinn FIH, hefur ásamt lífeyrissjóðnum Lönmodtagernes Dyrtidsfond, LD, í Danmörku stofnað sjóð sem sérhæfir sig í fjárfestingum í óskráðum félögum. KB banki mun eiga fimmtung í fyrirtækinu á móti LD og starfsmönnum sem verður gefinn kostur á kaupum á þrettán prósenta hlut og kauprétti á tíu prósentum til viðbótar. "LD hefur þekkingu og reynslu af fjárfestingum í óskráðum félögum og það hefur FIH einnig. Aðalstyrkleiki FIH er þekking og reynsla af útlánum til óskráðra fyrirtækja, " segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Samanlagt munu þessir aðilar leggja í sjóðinn yfir fimm milljarða íslenskra króna. Sigurður segir að slíkur sjóður færi KB banka nær því markmiði sínu að bæta virðisaukandi starfsemi við grunnstarfsemi FIH. Sjóðnum hefur verið sett stjórn. Formaður hennar er Hans Jensen fyrrverandi fjármálaráðherra Dana og meðal stjórnarmanna er Svend Jakobsen, forseti danska þingsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×