Þróunarríki örvænta 26. desember 2004 00:01 Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira