Keypti hátíðarmatinn á bensínstöð 27. desember 2004 00:01 Dagur Kári Pétursson. "Ég reyni að forðast hefðir en auðvitað draga svona stórhátíðir oft dám hver af annarri," segir Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður og fékkst til að líta aðeins upp úr lokafrágangi danskrar myndar og rifja upp eftirminnileg áramót. "Það er skemmtilegast þegar breytt er algerlega út af vananum og þannig var það eitt sinn þegar ég, foreldrar mínir og bróðir ákváðum að vera í Róm á áramótum. Ég held það hafi verið 1991/1992. Við vorum innan um mannfjöldann á torginu við Vatikanið og hlýddum á páfann flytja ávarpið sitt út um lítinn glugga. Á eftir ætluðum við að setjast einhvers staðar inn og fá okkur að borða en komumst þá að því að allir veitingastaðir voru fráteknir vegna einkasamkvæma og allar verslanir lokaðar. Að endingu fundum við bensínstöð og gátum keypt okkur brauð og skinku, freyðivín og einhverja kökulufsu og það innbyrtum við uppi á herbergi þar sem við gistum. Á eftir löbbuðum við um göturnar og þá kynntumst við þeim sið Ítala að losa sig við eitthvað á gamlárskvöld og henda því út um glugga. Maður varð að gæta sín að fá ekki yfir sig stóla, sjónvörp og allskonar fljúgandi furðuhluti." Talið berst að þeim áramótum sem í hönd fara og meðal annars flugeldunum. "Ég hef engar dellur á því sviði," segir Dagur Kári með hægð en rifjar þó upp að sem unglingi hafi honum þótt púðrið spennandi. Nú býst hann við að verða á rólegu nótunum með fjölskyldunni. "Gamlárskvöld er dæmt til að standa aldrei undir væntingum fólks en eftir að ég hætti að gera ráð fyrir að upplifa alltaf eitthvað einstakt og stórbrotið þetta kvöld hef ég átt skemmtileg áramót og vona að svo verði líka núna," segir Dagur Kári og undir það skal sannarlega tekið. Jól Áramót Ítalía Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
"Ég reyni að forðast hefðir en auðvitað draga svona stórhátíðir oft dám hver af annarri," segir Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður og fékkst til að líta aðeins upp úr lokafrágangi danskrar myndar og rifja upp eftirminnileg áramót. "Það er skemmtilegast þegar breytt er algerlega út af vananum og þannig var það eitt sinn þegar ég, foreldrar mínir og bróðir ákváðum að vera í Róm á áramótum. Ég held það hafi verið 1991/1992. Við vorum innan um mannfjöldann á torginu við Vatikanið og hlýddum á páfann flytja ávarpið sitt út um lítinn glugga. Á eftir ætluðum við að setjast einhvers staðar inn og fá okkur að borða en komumst þá að því að allir veitingastaðir voru fráteknir vegna einkasamkvæma og allar verslanir lokaðar. Að endingu fundum við bensínstöð og gátum keypt okkur brauð og skinku, freyðivín og einhverja kökulufsu og það innbyrtum við uppi á herbergi þar sem við gistum. Á eftir löbbuðum við um göturnar og þá kynntumst við þeim sið Ítala að losa sig við eitthvað á gamlárskvöld og henda því út um glugga. Maður varð að gæta sín að fá ekki yfir sig stóla, sjónvörp og allskonar fljúgandi furðuhluti." Talið berst að þeim áramótum sem í hönd fara og meðal annars flugeldunum. "Ég hef engar dellur á því sviði," segir Dagur Kári með hægð en rifjar þó upp að sem unglingi hafi honum þótt púðrið spennandi. Nú býst hann við að verða á rólegu nótunum með fjölskyldunni. "Gamlárskvöld er dæmt til að standa aldrei undir væntingum fólks en eftir að ég hætti að gera ráð fyrir að upplifa alltaf eitthvað einstakt og stórbrotið þetta kvöld hef ég átt skemmtileg áramót og vona að svo verði líka núna," segir Dagur Kári og undir það skal sannarlega tekið.
Jól Áramót Ítalía Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira