Ítalía

Fréttamynd

Vita ekki hve­nær þau komast heim með líkams­leifar drengsins síns

Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ára drengur lést eftir bíl­slys á Ítalíu

Tíu ára pólskur drengur sem býr á Íslandi lést af slysaförum á Ítalíu í gær. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí.

Erlent
Fréttamynd

Gagn­rýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fas­ista

Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

„Fimm ár af alls­konar og hamingjan er enn hér“

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Stjarnan Villi vekur at­hygli Ítala

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 

Lífið
Fréttamynd

Játaði á sig hundruð brota gegn 60 barn­ungum stúlkum

Barnaníðingur að nafni Ashley Paul Griffith hefur játað að hafa brotið gegn um það bil 60 stúlkum í Brisbane í Ástralíu og á Ítalíu á árunum 2007 til 2022. Hann hefur þegar verið dæmdur sekur en bíður þess að vera gerð refsing.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæða slysið nú rann­sakað sem mögu­legt mann­dráp

Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið.

Erlent
Fréttamynd

Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins

Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni

Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni.

Erlent
Fréttamynd

Segja snekkjuna hafa sokkið á ör­fáum mínútum

Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni.

Erlent
Fréttamynd

Bón­orðið eins og at­riði úr rómantískri kvik­mynd

Athafnakonan Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða Jakobi Fannari Hansen í byrjun júlí. Gerður birti myndband af bónorðinu á Instagram í dag, en það minnir einna helst á atriði úr rómantískri kvikmynd.

Lífið
Fréttamynd

Albert og Guð­laug hætt saman

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Lífið