Valda ekki flóðbylgjum hér 27. desember 2004 00:01 Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira