Innlent

Gungu og drusluárið

Stjórnmálaskýrendur virðast almennt sammála um að Steingrímur J. Sigfússon hafi spólað í sömu förunum 2004 og áður. " Spenna er orðin meira áberandi í samskiptum Steingrims og Ögmundar, hún kom fyrst upp á yfirborðið í eftirlaunamálinu í desember 2003", segir Pétur Gunnarsson. "Uppákomur eins og þegar Steingrímur kallaði Davíð gungu og druslu eru að verða algengari en áður, og þess vegna held ég að hann sé ekki líklegur til að spila vel úr þeirri góðu stöðu sem skoðanakannanir gefa Vinstri grænum. Katrín Jakobsdóttir, fjölmiðlakona og varaformaður Steingríms er auðvitað ósammála: "Árið var gott hjá okkur Vinstri grænum og Steingrímur stendur keikur í brúnni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×